Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Massimo Ferrero: Soriano verður seldur dýrt
Sampdoria er ekki útsölumarkaður
Massimo Ferrero er harður á því að Sampdoria sé ekki ,,útsölumarkaður
Massimo Ferrero er harður á því að Sampdoria sé ekki ,,útsölumarkaður" eins og hann orðaði það.
Mynd: Getty Images
Massimo Ferrero, eigandi Sampdoria, segist ekki ætla að selja Roberto Soriano ódýrt frá félaginu.

Soriano, 24 ára gamall miðjumaður, hefur verið að gera frábæra hluti og hefur leikið yfir 100 deildarleiki fyrir félagið.

Sampdoria hefur verið þekkt fyrir að selja gífurlega efnilega leikmenn frá sér á lítinn pening en sú ímynd hefur batnað til muna eftir að Ferrero keypti félagið fyrir rúmu ári síðan.

„Mun Soriano fara í janúar?" sagði Ferrero á fréttamannafundi.

„Ég er viss um að hann verður eftirsóttur, hann er hæfileikaríkur leikmaður.

„Hann fer þó ekki fet fyrr en eitthvað frábært félag býður í hann. Hafi leikmaðurinn áhuga á að fara til félagsins, og tími félagið að borga helling af peningum, þá heimilum við söluna."

Athugasemdir
banner
banner
banner