Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 06. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Visir 
Myndband: Varði þrjár vítaspyrnur gegn Anderlecht
Gillet gerði góða hluti sem markvörður Torino í ítölsku deildinni. Nú er hann leikmaður Catania, á láni hjá KV Mechelen.
Gillet gerði góða hluti sem markvörður Torino í ítölsku deildinni. Nú er hann leikmaður Catania, á láni hjá KV Mechelen.
Mynd: Getty Images
Jean-Francois Gillet, markvörður KV Mechelen í belgísku deildinni, fór á kostum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við stórlið Anderlecht.

Á sjöundu mínútu varði Gillet vítaspyrnu frá Dennis Praet og sjö mínútum síðar varði hann aðra spyrnu frá Stefano Okaka.

Heimamenn í Anderlecht stjórnuðu leiknum og komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Okaka.

Á lokamínútum leiksins fékk Yoeri Tieleman tækifæri til að tryggja sigur heimamanna úr vítaspyrnu en aftur varði Gillet.

Það var á 93. mínútu sem markvörslur Gillet skiluðu sér til Mechelen, þegar Kara Mbodji leikmaður Anderlecht kom boltanum í eigið net og lokatölur urðu 1-1.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner