Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 06. október 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nasri: Myndi ekki spila þó pabbi væri þjálfarinn
Mynd: Getty Images
Samir Nasri, miðjumaður Manchester City, er ennþá sár yfir því að hafa ekki verið valinn í franska landsliðshópinn fyrir HM 2014 í Brasilíu og segist aldrei ætla að spila fyrir landsliðið aftur.

Nasri á 41 landsleik að baki fyrir Frakkland og er miðjumaðurinn óanægður með stjórnunaraðferðir Didier Deschamps, núverandi landsliðsþjálfara.

„Ég mun aldrei spila fyrir franska landsliðið aftur, ekki einu sinni ef pabbi minn verður ráðinn sem þjálfari," sagði Nasri í frönskum sjónvarpsþætti.

„Ég hef kvalist mikið í kringum valið á landsliðshópum. Það hafði mikil áhrif að vera ekki valinn á HM þrátt fyrir að hafa alla nauðsynlega burði til að fara þangað.

„Eftir 2012 vildi ég hætta með landsliðinu en faðir minn sagði mér að ég yrði að spila á HM. Ég reyndi að vera góður og átti magnað tímabil með Man City fyrir HM 2014 og var ekki valinn þrátt fyrir það.

„Ég vil ekki sýna vanvirðingu en þegar ég sá sum nöfnin í leikmannahópnum sem var valinn varð ég sár. Ég er ekki fullkominn og hef mína galla en þegar þú ert frábær þjálfari þá áttu að geta höndlað allar stjörnurnar í hópnum."


Nasri kom í enska boltann eftir að hafa verið leikmaður Marseille í fjögur ár. Arsenal keypti Nasri árið 2008 en þremur árum síðar var hann seldur til Manchester City þar sem hann er enn í dag, 28 ára gamall. Nasri segist ekki vilja snúa aftur í frönsku deildina og er spenntari fyrir MLS deildinni í Norður-Ameríku.

„Ég sé ekki fyrir mér að spila aftur í frönsku deildinni. Ég elska úrvalsdeildina og lífið á Englandi. Ég get séð sjálfan mig spila í MLS deildinni í framtíðinni, mig langar að prófa að lifa annars staðar en í Frakklandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner