Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2015 20:33
Alexander Freyr Tamimi
Sjáðu fyrirlestur Ingólfs: Ég er geðsjúklingur
Ingólfur tjáði sig um geðræn vandamál.
Ingólfur tjáði sig um geðræn vandamál.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur í knattspyrnu, hélt fyrirlestur í síðasta mánuði á málþingi um andlega líðan íþróttamanna, sem haldið var á vegum KSÍ og ÍSÍ í Háskólanum í Reykjavík.

250 manns mættu á málþingið og meðal atburða þar var fyrirlestur Ingólfs, sem sagði frá baráttu sinni við geðræn vandamál. Vorið 2014 greindi Ingólfur frá því í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins að hann glímdi m.a. við kvíðaröskun og hömluðu andleg veikindi honum á fótboltaferlinum.

Frá því að Ingólfur steig fram hafa fjölmargir aðrir íþróttamenn sagt sögu frá andlegum veikindum sínum. Þá hefur hann sjálfur verið duglegur að halda fyrirlestra og ræða þessi mál, en hann hefur jafnframt brosað framan í veikindin og ekki verið hræddur við að grínast með þau.

Hér að neðan má sjá fyrirlestur Ingólfs, sem ræðir um upphaf veikindanna og þá erfiðu lísfreynslu sem hann hefur gengið í gegnum.

Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner