Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 06. október 2017 20:34
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Jón Daði maður leiksins
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki í Ekisehir í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki í Ekisehir í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði er maður leiksins.
Jón Daði er maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann glæsilegan 3-0 sigur á Tyrkjum í undankeppni HM í Eskisehir í kvöld.

Hér er einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.



Hannes Þór Halldórsson 9
Hafði lítið að gera en leysti allt sitt mjög vel. Átti eina frábæra vörslu í síðari hálfleik.

Birkir Már Sævarsson 9
Öflugur í bakverðinum. Skilaði sínu vel og hélt Arda Turan vel í skefjum.

Kári Árnason 9
Kom aftur inn í liðið og þakkaði fyrir sig með marki og stórkostlegri frammistöðu. Ekkert fór í gegnum í hann.

Ragnar Sigurðsson 9
Gríðarlega traustur. Hélt Yilmaz alveg niðri ásamt Kára.

Hörður Björgvin Magnússon 9
Heldur áfram að standa vaktina frábærlega í vinstri bakverðinum. Átti stóran þátt í fyrsta markinu þegar hann skallaði boltann áfram á Jón Daða.

Jóhann Berg Guðmundsson 9 ('82)
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þrjú og hálft ár. Kærkomið. Skilaði mjög góðu dagsverki.

Aron Einar Gunnarsson 9 ('65)
Fyrirliðinn píndi sig enn á ný í gegnum meiðsli til að spila og var mjög góður á þeim tíma sem hann spilaði. Gaf tóninn með því að senda Burak Yilmaz í grasið eftir öxl í öxl í byrjun leiks.

Gylfi Þór Sigurðsson 9
Fór aftar á miðjunni en í síðustu leikjum og skilaði sínu hlutverki þar vel. Hættulegur í föstu leikatriðunum.

Birkir Bjarnason 9
Afgreiddi færið sitt glæsilega og óx ásmegin eftir markið.

Jón Daði Böðvarsson 10 - Maður leiksins
Besti landsleikur Jóns Daða. Lagði upp tvö mörk og gerði varnarmönnum Tyrkja lífið leitt með baráttu sinni allan leikinn.

Alfreð Finnbogason 9 ('77)
Ógnandi. Var tvívegis nálægt því að skora í upphafi síðari hálfleiks.

Varamenn

Sverrir Ingi Ingason ('65) 9
Kom inn í nýja stöðu á miðjunni. Hjálpaði til við að sigla sigrinum í höfn.

Ólafur Ingi Skúlason ('77)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Ari Freyr Skúlason ('82)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner