Jón Daði Böðvarsson spilaði líklega sinn besta landsleik frá upphafi í 3-0 sigrinum á Tyrklandi í kvöld.
Jón Daði var gríðarlega duglegur, eins og hann er alltaf, en hann lagði líka upp fyrstu tvö mörk Íslands í leiknum.
„Takk fyrir það," sagði Jón spurður út í það hvort þetta hefði verið sinn besti landsleikur. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp í minni frammistöðu og þegar liðið spilar allt saman vel þá hjálpar það líka til."
Jón Daði var gríðarlega duglegur, eins og hann er alltaf, en hann lagði líka upp fyrstu tvö mörk Íslands í leiknum.
„Takk fyrir það," sagði Jón spurður út í það hvort þetta hefði verið sinn besti landsleikur. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp í minni frammistöðu og þegar liðið spilar allt saman vel þá hjálpar það líka til."
Lestu um leikinn: Tyrkland 0 - 3 Ísland
Jón Daði sá Jóhann Berg í fyrra markinu, en sendingin hjá Jóni var algjörlega frábær.
„Ég ákvað hann eins fastan fyrir og ég gat og ég sá að Alfreð rétt missti af honum og síðan sá ég Jóa. Ég hélt að boltinn ætlaði aldrei inn, hann var svo lengi inn."
„Þetta var frábær leikur í heild sinni hjá okkur."
Hann segir að það hafi verið auðvelt að gíra sig í leikinn.
„Þetta eru bestu leikirnir, þú vilt spila í þessu umhverfi. Það er miklu skemmtilegra að spila í þessu en á tómum velli í Úkraínu eða Króatíu. Það mótiverar mann að spila í svona."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir