Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 06. október 2017 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Rúnar: FH er alltaf með plan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við töldum að þetta væri besta ákvörðunin á þessum tímapunkti," sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, samtali við Fótbolta.net núna fyrir stuttri stundu. FH nýtti sér fyrr í dag uppsagnarákvæði í samningi Heimis Guðjónssonar en það kom mörgum á óvart.

Er FH með eitthvað sérstakt plan fyrir stafni fyrst þessi stóra ákvörðun er tekin?

„FH er alltaf með plan," segir Jón Rúnar. „Það er mjög einfalt, það er að gera betur í dag en í gær."

Ólafur Kristjánsson hefur verið aðallega nefndur sem mögulegur arftaki Heimis, en Jón Rúnar vildi lítið tjá sig um það.

„Það er ekkert nafn komið á blað hjá okkur, en það eru auðvitað einhver nöfn á sveimi."

„Það er alls konar menn sem eru að nefna eitt og annað en það eru ekki þeir sem eru að ráða í stöðuna hérna. Það getur verið jafnrétt og jafnvitlaust og hvað annað."

Ólafur Páll Snorrason var aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili en ekki er vitað hvort hann verði áfram.

„Það er algjörlega ófrágengið."

Sjá einnig:
Heimir Guðjóns: Þetta er ákvörðun FH
Athugasemdir
banner
banner
banner