Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. desember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Alexander Kostic og Steinar Örn í ÍR (Staðfest)
Alexander Kostic fagnar marki með ÍR árið 2016.
Alexander Kostic fagnar marki með ÍR árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍR hefur fengið miðjumanninn Alexander Kostic í sínar raðir frá Gróttu á nýjan leik.

Alexander spilaði með ÍR frá 2012 til 2016 og hjálpaði liðinu upp um deild í fyrra áður en hann gekk í raðir Gróttu fyrir rúmu ári síðan. Alexander skoraði tvö mörk í 21 leik þegar Grótta féll úr Inkasso-deildinni í sumar.

ÍR hefur einnig gengið frá samningi við markvörðinn Steinar Örn Gunnarsson. Steinar var í láni hja ÍR frá uppeldisfélagi sínu Fjölni síðastliðið sumar en hann spilaði þá fjórtán leiki í Inkasso-deildinni.

Hinn 26 ára gamli Steinar hefur nú gengið frá varanlegum félagaskiptum yfir í ÍR en liðið endaði í 10. sæti í Inkasso-deildinni í sumar.

Alexander og Steinar skrifuðu báðir undir tveggja ára samninga. Penninn hefur verið á lofti í Breiðholti í vikunni því varnarmaðurinn Teitur Pétursson kom einnig til félagsins frá Kára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner