mið 06. desember 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Auknar líkur á að Alex Sandro endi í Lundúnum
Mynd: Getty Images
Nú er farið að styttast verulega í að janúarglugginn opni og því eru alls konar sögur komnar á kreik. Ein af þessum sögum segir að bakvörðurinn Alex Sandro sé á leið til Chelsea.

Svo vægt sé til orða tekið var hann sterklega orðaður við Chelsea í sumar en ekkert varð af því.

En núna, samkvæmt Telegraph vill Brasilíumaðurinn komast í burtu frá Ítalíumeisturum Juventus.

Juventus vildi fá 80 milljónir punda í sumar, í janúar gæti hann verið falur fyrir 50 milljónir punda. Það eru því auknar líkur að hann endi í Lundúnum hjá Englandsmeisturunum í janúar.

Hann kæmi til með að veita Marcos Alonso samkeppni um stöðu vinstri vængbakvarðar hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner