Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. desember 2017 14:52
Elvar Geir Magnússon
Einn æðsti maður HM í Rússlandi dæmdur í bann vegna íþróttahneykslis
Mutko er formaður undirbúningsnefndar HM í Rússlandi.
Mutko er formaður undirbúningsnefndar HM í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Formaður undirbúningsnefndar HM í Rússlandi var í gær dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af Ólympíuleikum.

Um er að ræða Vitaly Mutko, sem starfar nú sem vara-forsætisráðherra Rússlands en hann var íþróttamálaráðherra þegar Ólympíuleikarnir í Sochi fóru fram árið 2014.

Rússar verða bannaðir á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Suður-Kóreu eftir rúmlega tvo mánuði. Ástæðan er kerfisbundin lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna,

Í fyrra kom út umfangsmikil skýrsla um lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna og þar var meðal annars greint frá því að leyniþjónusta Rússa hafi hylmt yfir hneykslið.

„Þessi dómur hefur ekki nein áhrif á undirbúning fyrir HM 2018 en áfram verður unnið að því að gera eins góðan íþróttaviðburð og hægt er," segir í yfirlýsingu frá FIFA en hvergi er nafn Mutko í yfirlýsingunni.

Fyrir riðladráttinn á HM á föstudaginn sat Mutko fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fréttamannafundi. Fundurinn tók aðra stefnu en áætlað var því lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum varð helsta umræðuefnið en ekki drátturinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner