Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 06. desember 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Jordi Gomez: Ísland getur komið aftur á óvart á HM
Gomez spilaði með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Gomez spilaði með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Jordi Gomez lék í enska boltanum í átta ár áður en hann færði sig um set í sumar og samdi við Levski Sofia í Búlgaríu.

Hinn 32 ára gamli Gomez spilaði með Swansea, Wigan, Sunderland og Blackburn á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni og Championship deildinni.

Gomez hefur eins og aðrir fylgst með uppgangi íslenska landsliðsins undanfarin ár.

„Allir vita að Ísland stóð sig frábærlega á EM og núna er liðið á HM. Íslandi gengur vel og liðið er að standa sig vel," sagði Gomez í viðtali við Fótbolta.net.

Ísland er á leið á HM næsta sumar og Gomez gæti vel séð annað ævintýri í uppysiglingu þar.

„Ísland stóð sig frábærlega á EM og hver veit? Þeir eru að gera réttu hlutina og eru með gott lið. Kannski geta þeir komið aftur á óvart."

Hjá Levski Sofia spilar Gomez með Hólmari Erni Eyjólfssyni sem leikur í vörn liðsins.

„Hann er mjög góður náungi. Ég kann mjög vel við hann. Hann er að standa sig frábærlega með okkur. Við erum að halda hreinu og fáum ekki mörg mörk á okkur. Hann er að standa sig frábærlega," sagði Gomez.
Athugasemdir
banner
banner
banner