Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. desember 2017 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðin sem eru í 16-liða úrslitum - Fimm frá Englandi
,,Hverjum mætum við?
,,Hverjum mætum við?"
Mynd: Getty Images
Nú er orðið ljóst hvaða 16 lið komust upp úr riðlum sínum í Meistaradeild Evrópu þetta árið.

Það voru nokkur óvænt tíðindi í riðlakeppninni, sérstaklega það að lið eins og Napoli, Dortmund og Atletico Madrid eru úr leik.

En liðin sem komin eru í 16-liða úrslit eru: Barcelona, Basel, Bayern München, Besiktas, Chelsea, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Porto, Real Madrid, Roma, Sevilla, Shakhtar Donetsk og Tottenham.

Athygli vekur að það eru fimm lið frá Englandi komin áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem svo mörg ensk lið taka þátt á þessu stigi keppninnar.

Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudag.

Þegar dregið verður í 16-liða úrslit munu liðin sem unnu riðlana dragast gegn liðum sem enduðu í öðru sæti. Lið getur ekki mætt liði frá sama landi eða liði sem var með í riðlinum.



Athugasemdir
banner
banner
banner