Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. desember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
N'Zonzi í Lundúnum - Ekki að ræða við Arsenal
Ekki í viðræðum við Arsenal.
Ekki í viðræðum við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Steven N'Zonzi er ekki inn í myndinni hjá Eduardo Berizzo, þjálfara Sevilla, og gæti verið á förum frá spænska félaginu þegar janúarglugginn opnar.

Hann hefur verið orðaður við Arsenal og Everton, en hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni áður en hann fór til Sevilla, með Blackburn (2009-12) og Stoke City (2012-15).

N'Zonzi hefur ekki spilað með Sevilla frá því honum var skipt af velli í 3-3 jafnteflinu gegn Liverpool í síðasta mánuði.

Hann er sagður ósáttur við Eduardo Berizzo og hans aðferðir.

N'Zonzi er í augnblikinu í Lundúnum, en hann er þó ekki að ræða við Arsenal eða annað enskt lið. Sevilla þurfti að senda frá sér útskýringu eftir að ferðalög hans komust í fréttirnar.

„Hann er í London að heimsækja son sinn. Hann er þar með okkar leyfi," sagði í útskýringu Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner