mið 06. desember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Robbie Brady lengi frá
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Robbie Brady þarf að fara í aðgerð á hné eftir að hafa meiðst í 1-0 tapi gegn Leicester um helgina.

Brady meiddist eftir samstuð við Harry Maguire í leiknum á laugardaginn.

Leikurinn var stöðvaður í nokkrar mínútur meðan hugað var að meiðslum Brady en hann var síðan borinn af velli.

Ljóst er að einhverjir mánuðir eru í að Brady spili á nýjan leik.

„Hann verður frá keppni í þónokkurn tíma. Hann fær allan þann tíma sem hann þarf í endurhæfingunni og við veitum honum stuðning allan tímann," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner