Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. desember 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness gagnrýnir Pogba í enn eitt skiptið
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, fyrrum stjóri Liverpool og fleiri liða, hefur gagnrýnt Paul Pogba, miðjumann Manchester United, og ekki í fyrsta sinn.

Eftir leik í Meistaradeildinni fyrr á tímabilinu gagnrýndi Souness Pogba og nú hefur hann gert það aftur.

„Þegar hann er á boltanum er hægt að dást að mörgu. Hann er kröftugur, hann er teknískur og getur farið illa með leikmenn," hóf Souness ræðu sína á TV3 í gærkvöldi.

Svo hófst gagnrýnin.

„Hann hefur aldrei tekið stórleik yfir og stjórnað ferðinni algjörlega. Hann hefur ekki undirstöðu skilninginn á stöðu sinni, ég sé það ekki breytast," hélt Souness áfram.

Pogba hefur skorað þrjú mörk í 12 leikjum á tímabilinu. Hann verður
í banni í toppslagnum gegn Manchester City um helgina eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Arsenal á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner