Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 07. janúar 2016 14:06
Magnús Már Einarsson
Garðar Gunnlaugs: Var ekki búinn að gefa upp vonina
Garðar Bergmann Gunnlaugsson.
Garðar Bergmann Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina. Maður vonaðist alltaf eftir að fá tækifæri í einhverjum vináttuleik," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson framherji ÍA við Fótbolta.net í dag.

Garðar er nýliði í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Abu Dhabi þar sem fara fram vináttuleikir gegn Finnum og Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

„Þetta er algjör snilld og sýnir að maður á aldrei að gefast upp í að ná sínum draumum."

„Ég er ekki búinn að hugsa stíft um þetta undanfarin ár en það hefur alltaf verið aftast í kollinum á manni að ná landsleik. Þetta er gríðarlega skemmtilegt."

„Það eru frábærir leikmenn í hópnum. Ég hef spilað með og á móti nokkrum þeirra. Þetta verður gaman."


Garðar spilar með ÍA gegn Þrótti í Fótbolta.net mótinu á laugardag áður en hann heldur af stað til Abu Dhabi með landsliðinu á sunnudag.
Athugasemdir
banner