Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 07. janúar 2016 13:37
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjáns njósnar fyrir landsliðið á EM
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Getty Images
Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Norsdjælland og Breiðabliks, mun aðstoða íslenska landsliðið fyrir EM og á mótinu í Frakklandi í sumar.

Ólafur mun leikgreina andstæðinga Íslands í riðlakeppninni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki.

Roland Andersson mun halda áfram að leikgreina fyrir íslenska landsliðið líkt og hingað til og Arnar Bill Gunnarsson mun líka leikgreina eitt lið í riðlakeppninni.

„Þeir fá allir sitt lið í riðlinum," sagði Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Íslands á fréttamannafundi í dag.

Þeir munu einnig sjá um að leikgreina mögulega andstæðinga Íslands ef liðið kemst í 16-liða úrslit.

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, mun einnig leikgreina fyrir landsliðið á EM. Hann mun sjá um að leikgreina liðin sem verða með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2018. Þar er Ísland með Finnlandi, Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi í riðli.
Athugasemdir
banner
banner