Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   sun 07. janúar 2018 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Oliver í mikilli óvissu vegna meiðsla sinna
Oliver í leik með Breiðabliki.
Oliver í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson er enn að glíma við erfið meiðsli en hann gekk í raðir norska liðsins Bodö/Glimt frá Breiðabliki í júlí síðastliðnum. Hann gat ekki spilað mikið á sínu fyrsta tímabili með norska liðinu en það vann B-deildina með yfirburðum og leikur í úrvalsdeildinni í ár.

„Ég náði ekkert að spila með liðinu af viti þegar ég meiddist í náranum í september og þannig er staðan enn á mér. Ég er enn meiddur í náranum og þetta er helvítis djöfull að ætla að koma og sanna sig, gera eitthvað af viti, og svo segir nárinn nei," sagði Oliver í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.

Óvissa er með meiðsli Olivers og ekki ljóst hvenær hann verður klár í slaginn á ný.

„Það veit eiginlega enginn nákvæmlega hvað þetta er. Þetta er eitthvað bak við nárann og það er enn meira pirrandi að vera í þessari óvissu."

Hann hefur ekkert getað æft fótbolta og hans vinna hefur því verið í ræktinni. Hann segir það skiljanlega taka á andlega.

„Þetta er drullusvekkjandi þegar maður vill sanna sig. Svo er líka landsliðsverkefni núna í janúar, sem B-landsliðið er í, auðvitað langar manni að taka þátt í því. Það er því miður ekki allt hægt í þessu," segir Oliver.

Oliver segist bjartsýnn þrátt fyrir þessu erfiðu meiðsli og segist finna fyrir því að þjálfarar liðsins hafi trú á sér og tilbúnir að sýna sér þolinmæði.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir
banner
banner