Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 07. febrúar 2014 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Atlantsbikarinn: Blikar lögðu topplið dönsku deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 1 Midtjylland
1-0 Árni Vilhjálmsson ('50)
1-1 Paul Onuachu ('52)
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('59)

Blikar eru komnir með fimm stig af sex mögulegum á æfingamótinu í Algarve, Portúgal.

Blikar unnu fyrsta leik sinn í vítaspyrnukeppni og fengu tvö stig fyrir en nú var FC Midtjylland, frá Mið-Jótlandi, lagt af velli.

Midtjylland er í toppsæti dönsku efstu deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Álaborg og sex stiga forystu á FC Kaupmannahöfn sem tekur einnig þátt í Atlantsbikarnum.

Árni Vilhjálmsson kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik en Paul Onuachu var búinn að jafna tveimur mínútum síðar. Það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark Blika á 59. mínútu.

Staðan:
1. Breiðablik 5 stig 4-2
2. Orebro 3 stig 4-1
3. Liberec 3 stig 2-1
4. Mattersburg 1 stig 1-2
5. Kaupmannahöfn 0 stig 0-0
6. Spartak 0 stig 0-0
7. Midtjylland 0 stig 2-4
8. FH 0 stig 1-4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner