Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 07. febrúar 2014 21:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða HK 
Fótbolta.net mótið: Selfoss vann HK í úrslitaleiknum
Andrew Pew fyrirliði Selfoss hampar sigurlaununum í leikslok.
Andrew Pew fyrirliði Selfoss hampar sigurlaununum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss, B-deildar meistarar í Fótbolta.net mótinu 2014.
Selfoss, B-deildar meistarar í Fótbolta.net mótinu 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 0 - 2 Selfoss
0-1 Magnús Ingi Einarsson ('35)
0-2 Sindri Rúnarsson ('81)

1. deildarliðin HK og Selfoss áttust við í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins í Kórnum í kvöld.

Viktor Unnar Illugason átti skot yfir mark Selfoss snemma leiks en annars var fyrri hálfleikur tíðindalítill.

Selfoss náði þó forystunni á 35. mínútu þegar Magnús Ingi Einarsson skoraði úr þröngu færi. Selfoss með eins marks forystu í hálfleik.

HK hefði getað jafnað metin í seinni hálfleik þegar liðið fékk vítaspyrnu. Viktor Unnar fór á punktinn en Bergsteinn Magnússon, tvítugur markvörður Selfyssinga, varði spyrnu hans.

Varamaðurinn Sindri Rúnarsson innsiglaði svo sigur Selfoss á 81. mínútu þegar hann skoraði með skalla og liðið vann því B-deild Fótbolta.net mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner