Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. febrúar 2016 15:00
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Chelsea og Man Utd: Hazard á bekknum
Mata mætir á sinn gamla heimavöll í dag
Mata mætir á sinn gamla heimavöll í dag
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea fá Man Utd í heimsókn í stórleik helgarinnar á Stamford Bridge eftir tæpan klukkutíma.

Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í vetur en Chelsea er í 13.sæti deildarinnar, aðeins sex stigum frá fallsæti á meðan Man Utd situr í 5.sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Leicester.

Eden Hazard hefur verið úti í kuldanum að undanförnu og hann byrjar á bekknum í dag.

Hjá Man Utd er Cameron Borthwick-Jackson í vinstri bakverðinum og þeir Marouane Fellaini og Michael Carrick á miðjunni meðan Morgan Schneiderlin þarf að gera sér sæti á bekknum að góðu.

Byrjunarlið Chelsea:Courtois; Ivanovic, Zouma, Terry (c), Azpilicueta; Mikel, Matic; Willian, Fabregas, Oscar; Diego Costa.

Byrjunarlið Man Utd:De Gea, Darmian, Smalling, Blind, Borthwick-Jackson, Fellaini, Carrick, Lingard, Mata, Martial, Rooney
Athugasemdir
banner
banner
banner