Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. febrúar 2016 14:11
Arnar Geir Halldórsson
Carrick telur Man Utd geta unnið deildina
Þrír reyndir
Þrír reyndir
Mynd: Getty Images
Michael Carrick, miðvallarleikmaður Man Utd er ekki búinn að útiloka möguleikann á að liðið vinni deildina í ár.

Man Utd situr í 5.sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Leicester þegar fjórtán leikir eru eftir á mótinu en liðið á verðugt verkefni fyrir höndum í dag þegar Man Utd heimsækir ríkjandi Englandsmeistara Chelsea.

„Þetta er stór leikur fyrir okkur, að sjálfsögðu. Ef okkur tekst að vinna komum við okkur í góða stöðu,.” segir Carrick.

Þessi 34 ára gamli Englendingur þekkir það betur en margir hvað þarf til að vinna deildina en hann hefur fimm sinnum orðið enskur meistari á tíu ára ferli sínum hjá Man Utd.

„Getum við unnið titilinn? Já ég trúi því. Ég geri mér grein fyrir því í hvaða stöðu við erum en með því að halda áfram að vinna leiki eigum við möguleika.”

„Ef við misstígum okkur þá verður það erfiðara. Það er undir okkur komið að halda áfram að safna stigum,”
segir Carrick.

Athugasemdir
banner
banner
banner