Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. febrúar 2016 13:22
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Sex marka jafntefli Verona og Inter
Icardi í þann mund að minnka muninn í 3-2
Icardi í þann mund að minnka muninn í 3-2
Mynd: Getty Images
Verona 3 - 3 Inter
0-1 Jeison Murillo ('8 )
1-1 Filip Helander ('13 )
2-1 Eros Pisano ('16 )
3-1 Artur Ionita ('57 )
3-2 Mauro Icardi ('61 )
3-3 Ivan Perisic ('78 )

Það vantaði ekki fjörið í fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum þegar botnlið Hellas Verona fékk Inter Milan í heimsókn.

Kólumbíski varnarmaðurinn Jeison Murillo kom gestunum yfir snemma leiks en heimamenn voru fljótir að svara með tveim mörkum og höfðu því eins marks forystu í leikhléi.

Artur Ionita kom Verona í 3-1 á 57.mínútu og útlitið svart hjá liðsmönnum Roberto Mancini. Þeir gáfust hinsvegar ekki upp því Mauro Icardi var fljótur að minnka muninn og á 78.mínútu jafnaði varamaðurinn Ivan Perisic metin eftir frábæra fyrirgjöf Rodrigo Palacio.

Fleiri urðu mörkin ekki og 3-3 jafntefli staðreynd í bráðfjörugum leik.

Verona er því níu stigum frá öruggu sæti þegar fjórtán umferðum er ólokið en Inter situr í fjórða sæti, átta stigum frá toppliði Napoli sem á einn leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner