Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. febrúar 2016 14:37
Arnar Geir Halldórsson
Martinez: Lennon gæti hjálpað enska landsliðinu
Á hann að vera í enska landsliðinu?
Á hann að vera í enska landsliðinu?
Mynd: Everton
Roberto Martinez, stjóri Everton er sannfærður um að Aaron Lennon geti hjálpað enska landsliðinu á EM í Frakklandi næsta sumar.

Lennon skoraði eitt mark í 3-0 sigri á Stoke í gær en á meðal áhorfenda var Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands og nýttu blaðamenn því tækifærið og báðu Martinez um skoðun á Lennon.

„Augljóslega er það ekki undir mér komið en ég fæ tækifæri til að vinna með Aaron á hverjum degi. Hann er mjög mikilvægur fyrir okkar lið."

„Við vitum öll hvaða hæfileika hann hefur. Hann hefur hraðann, er frábær einn á móti einum, er vinnusamur, með góðan leikskilning og mjög reynslumikill."

„Það eru fleiri leikmenn í hans stöðu en hann er að sýna hversu góður hann getur verið og hann gæti klárlega hjálpað enska landsliðinu,"
segir Martinez.

Lennon er 28 ára gamall og á 21 A-landsleik að baki fyrir England en lék síðast landsleik í febrúar árið 2013.


Athugasemdir
banner
banner
banner