Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 07. febrúar 2016 11:00
Arnar Geir Halldórsson
Mourinho: Ég mun snúa aftur fljótlega
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea ræddi framtíð sína í viðtali við Daily Mail sem kom út í morgun.

Mourinho var rekinn frá Chelsea fyrir áramót og hefur alla daga síðan verið orðaður við stjórastöðuna á Old Trafford.

„Ég tók mér smá frí þegar ég hætti hjá Chelsea 2007 og nú er þetta í annað skiptið sem ég tek hlé á 16 ára ferli. En ég er viss um að ég mun snúa aftur fljótlega," segir Mourinho.

Portúgalinn segir fjölskylduna hafa sest að í London og það muni ekki breytast. Því verður að teljast afar líklegt að næsta starf hans verði innan Englands.

„Eins og staðan er núna veit ég ekki hvar það verður. Þú veist aldrei í fótbolta. Fjölskyldan mín býr og mun búa í London."

„Ég nýt þess ekki að vera atvinnulaus. Ég hef fjölskylduna mína, vini og rólegt líf en ég vil líka geta haft fótboltann. Ég get sinnt þessu öllu á sama tíma og það er það sem ég þarf til að vera fullkomlega ánægður,"
segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner