Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 07. febrúar 2016 17:09
Alexander Freyr Tamimi
Rodgers: Hvort vill Liverpool græða pening eða vinna titla?
Brendan Rodgers veltir fyrir sér stefnu síns gamla félags.
Brendan Rodgers veltir fyrir sér stefnu síns gamla félags.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Liverpool, segir að eigendur félagsins þurfi að ákveða hvort þeir séu í fótboltanum til að græða peninga eða vinna titla.

Norður-Írinn var látinn fara frá Liverpool í október eftir rúmlega þrjú ár við stjórnvölinn og tók Jurgen Klopp við starfi hans. Stuðningsmenn Liverpool gengu margir af velli á 77. mínútu í 2-2 jafnteflinu gegn Sunderland um helgina til að mótmæla háu miðaverði.

Þá er talið að Jurgen Klopp eigi erfitt með að vinna með svokallaðri félagaskiptanefnd þegar kemur að leikmannakaupum. Bandarískir eigendur Liverpool eru sagðir vilja kaupa leikmenn sem eru yngri en 24 ára frekar en að eyða háum fjárhæðum í stórstjörnur.

„Það eru kannski einhverjir erfiðleikar í augnablikinu. Mér fannst ekkert mál að starfa með nefndinni," sagði Rodgers við beIN Sports.

„Félagið þarf að skoða hlutina og ákveða hvort þeir vilji viðskiptamódel eða sigurmódel. Sigurmódel þýðir að þú reynir að fá bestu leikmenn sem þú getur, sama hvað þeir eru gamlir."

„Sum félög reyna að vinna þannig. Önnur reyna að kaupa leikmann, bæta hann og selja hann svo mun dýrara, frekar en að fá besta leikmanninn óháð aldri til að vinna titla."

„Svona er þetta, sum félög líta á fótbolta sem viðskipti og reyna að auka virði yngri leikmanna. Önnur eru á markaðnum til að kaupa þá bestu, óháð aldri. Bestu félögin þurfa að finna eitthvað jafnvægi þarna á milli."

Athugasemdir
banner
banner