sun 07. febrúar 2016 16:49
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Fyrsti sigur Betis í 72 daga kom gegn Valencia
Allt í steik
Allt í steik
Mynd: Getty Images
Betis 1 - 0 Valencia
1-0 Ruben Castro ('49 )
Rautt spjald: Jose Gaya, Valencia (´86)

Leikur Real Betis og Valencia í La Liga í dag var áhugaverður fyrir þær sakir að báðum liðum hefur gengið erfiðlega að vinna leiki að undanförnu.

Þegar kom að leiknum í dag hafði Real Betis ekki unnið deildarleik síðan 27.nóvember síðastliðinn og enn lengra er síðan Valencia vann síðast deildarleik en síðasti sigur liðsins í deildinni var stórsigur á Celta Vigo þann 7.nóvember síðastliðinn.

Bæði lið nálguðust leikinn í dag af varfærni og var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Ruben Castro fyrir heimamenn í Betis í upphafi síðari hálfleiks.

Betis fór því upp fyrir Valencia í töflunni og situr í 12.sæti á meðan Gary Neville og liðsmenn hans eru komnir niður í 13.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner