Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. febrúar 2016 12:49
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Toppliðið vann botnliðið
Suarez setti eitt í dag
Suarez setti eitt í dag
Mynd: Getty Images
Levante 0 - 2 Barcelona
0-1 David Navarro ('21 , sjálfsmark)
0-2 Luis Suarez (´90)

Heims-, Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona tóku daginn snemma í dag þegar liðið heimsótti botnlið Levante í spænsku úrvalsdeildinni.

Gestirnir hófu leikinn af krafti og strax á 2.mínútu skoraði Lionel Messi mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu.

Á 21.mínútu komst Barcelona svo yfir þegar David Navarro setti boltann í eigið net.

Heimamenn fengu nokkur færi til að jafna leikinn og áttu meðal annars skot í stöng á meðan sóknarmenn Börsunga voru ekki í sama gír og vanalega. Heimamenn náðu þó ekki að jafna og í uppbótartíma gerði Luis Suarez endanlega út um leikinn.

Levante sitja einir og yfirgefnir á botni deildarinnar á meðan Börsungar hafa þriggja stiga forskot í efsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner