Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. febrúar 2016 16:50
Arnar Geir Halldórsson
Sviss: Birkir skoraði í sigri Basel
Setti eitt í dag
Setti eitt í dag
Mynd: Getty Images
Basel 3-0 Luzern
1-0 Birkir Bjarnason (´50)
2-0 Matías Delgado, víti (´72)
3-0 Renato Steffen (´85)

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var á skotskónum í svissneska boltanum í dag þegar Basel fékk Luzern í heimsókn.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Birkir heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Reynsluboltinn Matias Delgado tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu á 72.mínútu.

Renato Steffen gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 85.mínútu.

Birkir spilaði allan leikinn fyrir Basel sem er í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar, tólf stigum á undan Grasshoppers sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner