Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. febrúar 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Aron Elí í HK (Staðfest)
Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur fengið bakvörðinn Aron Elí Sævarsson á láni frá Íslandsmeisturum Vals.

Aron spilaði með HK í Fótbolta.net mótinu en hann var í vinstri bakverðinum gegn Breiðabliki í leik um 3. sætið á Fótbolta.net mótinu á laugardag.

„Hann er ungur og efnilegur en vantar smá reynslu. Vonandi fær hann hana hjá okkur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Blikum á laugardag.

Hinn tvítugi Aron er bróðir landsliðsmannsins Birkis Más Sævarssonar sem gekk í raðir Vals á nýjan leik í vetur.

Um helgina mætti Aron frænda sínum Gunnleifi Gunnleifssyni en Aron er bróðursonur hans.

HK

Komnir:
Aron Elí Sævarsson frá Val á láni
Hafsteinn Briem frá ÍBV
Viktor Bjarki Arnarsson frá Víkingi R.

Farnir:
Grétar Snær Gunnarsson í FH (Var á láni)
Hörður Ingi Gunnarsson í ÍA (Var á láni)
Jóhannes Karl Guðjónsson hættur
Viktor Helgi Benediktsson í ÍA (Var á láni)
Athugasemdir
banner
banner