Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 07. febrúar 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kom á óvart að FH skyldi ekki hafa not fyrir Bergsvein"
Ólafur Páll: ,,Beggi er fyrst og fremst leiðtogi, frábær karakter og mikill Fjölnismaður.
Ólafur Páll: ,,Beggi er fyrst og fremst leiðtogi, frábær karakter og mikill Fjölnismaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við erum að senda þau skilaboð að við erum klúbbur sem vill ná í uppalda leikmenn og getum það," sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis eftir að félagið krækti í Bergsvein Ólafsson og Guðmund Karl Guðmundsson frá FH í dag.

Hinn 25 ára gamli Bergsveinn var fyrirliði Fjölnis áður en hann fór til FH fyrir sumarið 2016. Bergsveinn varð Íslandsmeistari með FH 2016 og í fyrra skoraði hann eitt mark í nítján leikjum í Pepsi-deildinni.

Bergsveinn hefur ekki verið ofarlega í röðinni eftir að Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust en hann var varamaður í öllum fjórum leikjum Fimleikafélagsins í Fótbolta.net mótinu.

Ólafur Páll þekkir báða leikmenn vel eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili.

„Beggi er fyrst og fremst leiðtogi, frábær karakter og mikill Fjölnismaður. Það eru mjög mörg box sem Beggi tikkar í og ég er mjög ánægður að ná að klófesta hann."

Aðspurður segist Óli Palli að það hafi komið sér óvart að FH hafi sleppt Bergsveini úr Hafnarfirðinum. „Já, ég verð nú að segja það. Það kom mér töluvert á óvart."

Guðmundur Karl er 26 ára gamall en hann er fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað á kanti, bakverði og á miðjunni á ferlinum. Guðmundur er úr Þorlákshöfn en hann kláraði yngri flokkana í Fjölni og hóf meistaraflokksferilinn þar.

Guðmundur Karl tók við fyrirliðabandinu hjá Fjölni árið 2016 eftir að Bergsveinn fór í FH.

„Gummi Kalli er fyrst og fremst miðjumaður en hann getur leyst margar stöður. Hann getur spilað framar á miðjunni og getur verið á kantinum, hann getur verið bakvörður báðum megin. Það kemur í ljós hvar hann mun nýtast okkur best," sagði Óli Palli sem er ekki hættur að styrkja leikmannahóp Fjölnis. Hann vill fá 1-2 leikmenn í viðbót, framarlega á vellinum.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Bergsveinn: Átti ekki samleið með Óla Kristjáns
Gummi Kalli: Sé alls ekki eftir því að hafa farið í FH
Athugasemdir
banner
banner
banner