Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. mars 2016 10:54
Elvar Geir Magnússon
Djordje Panic til reynslu hjá Valerenga
Djordje Panic.
Djordje Panic.
Mynd: Fjölnir
Djordje Panic sem er leikmaður með 2. flokki Fjölnis hefur verið boðið til Valerenga í Osló að koma á vikureynslu til Noregs fyrstu vikuna í apríl.

Panic, sem er fæddur 1999, hefur verið í hóp hjá meistaraflokki Fjölnis í Lengjubikarnum í vetur og kom inn sem varamaður í leik gegn FH.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Djordje fer á reynslu en hann hefur farið tvisvar til Feyenoord í Hollandi og einu sinni til AGF í Danmörku.

„Þetta er mikil viðurkenning og áskorun fyrir ungan leikmann og jafnframt góður vitnisburður um starfið hjá knattspyrnudeild Fjölnis," segir á heimasíðu Grafarvogsfélagsins.

Einn Íslendingur er í herbúðum Valerenga, Elías Már Ómarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner