Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 07. mars 2018 11:29
Elvar Geir Magnússon
Af hverju er John Stones ekki að spila?
Pep Guardiola ræðir við Stones.
Pep Guardiola ræðir við Stones.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn John Stones er líklega sá eini hjá Manchester City sem hefur átt „upp og niður" tímabil. Hann byrjaði gríðarlega vel en eftir að hafa lent í meiðslum hefur hann átt erfitt uppdráttar.

Síðan 2018 gekk í garð hefur Stones verið í basli og sjálfstraustið er í lægð. Ferill unga enska varnarmannsins hjá City hefur verið kaflaskiptur og hann var ekki sannfærandi á sínu fyrstu tímabili hjá félaginu.

Goal.com segir að innan þjálfarateymis City hafi verið áhyggjur vegna hugarfars Stones og að hann ætti í of miklum vandræðum með að hrista af sér mistök. Hann ku of mikið dvelja við það þegar hann lendir í vandræðum og það hefur áhrif á frammistöðu hans.

Það er mikil ábyrgð á Stones sem þarf að verja stór svæði, oftast gegn snöggum leikmönnum og taka áhættu á hættulegum svæðum til að hefja sóknir. Í upphafi tímabils er það einmitt það sem hann var að gera og hann sýndi að hann væri að taka framförum.

Í fjarveru Vincent Kompany, og þar sem City mistókst að bæta við sig miðverði síðasta símar, náði Stones að mynda öflugt par með Nicolas Otamendi. Þeir tveir léku afskaplega vel saman milli september og desember.

Stones sýndi hæfileika sýna í uppspili og var einnig að vinna skítavinnuna í vörninni. Hann virkaði sterkur og öruggur leikmaður þar sem mistök og rangar ákvarðanir tilheyrðu fortíðinni. Hann lék það vel að það var talið áfall fyrir City þegar hann var úrskurðaður frá í sex vikur vegna meiðsla aftan í læri í byrjun desember.

City náði að standa sig án hans og hefur haldið sér á góðu skriði vel inn í 2018 en Stones hefur ekki verið það afl sem hann var síðan hann kom úr meiðslunum fyrir veimur mánuðum. Hann er farinn að gera fleiri mistök sem hafa leitt til marka eða dauðafæra hjá andstæðingunum.

Hann hefur verið utan liðs í stóru leikjunum þremur gegn Arsenal og Chelsea að undanförnu. Aftur er farið að ræða um hugarfar Stones og að sjálfstraust hans sé skaddað.

„John er magnaður leikmaður og það sem hann hefur gert sýnir það. Við höfum núna fjóra frábæra miðverði. Vincent Kompany var lengi ekki leikfær en hefur spilað að undanförnu. Ég hef ekki neinar efasemdir um að Stones geti spilað fyrir þetta lið," sagði Pep Guardiola í vikunni.

City hefur fleiri valkosti í vörninni núna en í upphafi tímabils. Kompany og Otamendi hafa leikið vel saman og svo byrjaði Aymeric Laporte gegn Chelsea. Guardiola er með fjóra hágæða miðverði til að velja úr.

Leikurinn gegn Basel í kvöld gæti reynst gott tækifæri til að gefa Stones tækifæri og hjálpa honum að endurheimt form og sjálfstraust. Hann hefur þegar sýnt það á tímabilinu að hann getur staðið undir kröfum og væntingum og bætt sig enn frekar.

Byggt á grein Goal.com
Athugasemdir
banner
banner