Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. mars 2018 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Algarve: Siggi Raggi stýrði Kína loksins til sigurs
Mynd: Getty Images
Kína 2 - 1 Rússland
0-1 Sofia Shishkina ('40)
1-1 Liu Shanshan ('53)
2-1 Song Duan ('78)

Stúlkurnar hans Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í kínverska kvennalandsliðinu báru sigur úr býtum gegn Rússlandi í leiknum um 11. sætið á mótinu í dag.

Kína hafði tapað öllum þremur leikjum sínum á mótinu fyrir leikinn gegn Rússunum, sem höfðu einnig tapað öllum sínum.

Rússland komst yfir á 40. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Siggi Raggi hélt góða hálfleiksræðu og jafnaði Kína á 53. mínútu. Það var svo Song Duan sem gerði sigurmark Kína á 78. mínútu.

Lokatölur 2-1 fyrir Kína sem endar í 11. sæti á Algarve.

Ísland leikur á eftir við Danmörku um 9. sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner