Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. mars 2018 12:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaraspáin: Allir þrír spá Spurs áfram
Son Heung-min hefur verið funheitur.
Son Heung-min hefur verið funheitur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
Pep Guardiola og Leroy Sane.
Pep Guardiola og Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir í Meistaradeild Evrópu í kvöld, seinni viðureignir í 16-liða úrslitum keppninnar.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir eftir fyrstu leikina.

Tryggvi Guðmundsson:

Manchester City 2 - 0 Basel (Samtals 6-0)
Það er spurning hvaða liði Guardiola stillir upp í þessum leik þar sem liðið er komið áfram, þeir eru samt alltaf betri sama hvernig liðið verður. Tippa á hreint búr og tvö mörk hjá City.

Tottenham 1 - 1 Juventus (Samtals 3-3)
Splæsi í annað jafntefli en markaminna og því fara Spursarar áfram á útivallarmörkum. Engin sérstök rök fyrir því í hreinskilni sagt, bara tilfinning.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Manchester City 3 - 0 Basel (Samtals 7-0)
City mikið betra lið og tæki þetta stærra ef það væri ekki komið með þetta auðveldlega nú þegar.

Tottenham 1 - 1 Juventus (Samtals 3-3)
Tottenham - Juventus fer 1-1 og Tottenham því áfram á útivallamarki. Gætu reyndar unnið þetta en held að Juve nái að skora á undan og Tottenham sæki og sæki og uppskeri mark en bara eitt, sem dugar.

Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson

Manchester City 3 - 0 Basel (Samtals 7-0)
City eru nokkrum númerum of stórir fyrir Basel. Þeir klára þennan leik örugglega eins og fyrri leikinn en setja ekki jafn mikið púður í hann og sigla þessu þægilega heim 3-0.

Tottenham 2 - 1 Juventus (Samtals 4-3)
Enski boltinn er á mikilli uppleið í Meistaradeildinni á ný. Mér fannst Tottenham sýna gæðin sem þeir búa yfir í fyrri leiknum og komu til baka á erfiðum útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir á Ítalíu. Þeir slá Ítalina út með 2-1 sigri, Harry Kane og Son setja hann fyrir Tottenham á meðan Higuain hendir í gott skallamark fyrir Juve.



Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 11
Tryggvi 4
Sigurbjörn 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner