Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. mars 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Basel fyrsta liðið til að vinna Man City í 36 leikjum
Basel vann Man City í kvöld. Liðið hefur ná frábærum árangri gegn enskum liðum síðustu árin.
Basel vann Man City í kvöld. Liðið hefur ná frábærum árangri gegn enskum liðum síðustu árin.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Basel geta gengið stoltir frá borði eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeildinni í kvöld. Liðið vann Manchester City 2-1 á útivelli en er úr leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0.

Með sigrinum í kvöld endaði Basel 36 leikja hrinu Manchester City á heimavelli án taps.

City hefur verið á ótrúlegu skriði á tímabilinu og ekki mörg lið sem hafa strítt þeim. Basel er aðeins fjórða liðið sem tekst að vinna lærisveina Guardiola á þessu tímabili. Hin liðin eru Shakhtar Donetsk, Liverpool og Wigan Athletic.

Basel er fyrsta liðið sem nær að vinna City á Etihad-vellinum á tímabilinu, og eins fyrr segir fyrsta liðið í 36 leikjum.

Því ber að koma á framfæri að á síðustu fimm árum hefur Basel unnið gegn báðum Manchester-klúbbunum, gegn Liverpool og Chelsea, auk þess sem liðið sló út Tottenham úr Evrópudeildinni.

Magnaður árangur hjá þessu svissneska liði!





Athugasemdir
banner
banner
banner