Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. mars 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berbatov elskar De Gea: Gæti gripið byssukúlu
Mynd: Getty Images
Spánverjinn David de Gea átti eitt stykki magnaða markvörslu þegar Manchester United lagði Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld í frábærum knattspyrnuleik.

Palace komst í 2-0 en United jafnaði í 2-2 með mörkum frá Chris Smalling og Romelu Lukaku. Í stöðunni 2-2 bjargaði De Gea á ótrúlegan hátt eftir skalla frá Christian Benteke.

Markvarslan vakti mikla athygli en þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem De Gea kemur liðsfélögum sínum til bjargar.

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, fylgdist með leiknum og hrósaði De Gea fyrir vörsluna.

„United gefst aldrei upp. Frábær endurkoma. De Gea, þú ert ofurmaður. Þú gætir gripið byssukúlu," sagði Berbatov í myndbandi sem hann birti á Instagram.

Berbatov hefur leikið með Kerala Blasters á Indlandi í síðustu mánuði en hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik þar eftir að hafa hraunað yfir David James, þjálfara liðsins.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner