Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. mars 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðlar til Neymar að halda kyrru fyrir í París
Neymar og Marquinhos eru góðir vinir.
Neymar og Marquinhos eru góðir vinir.
Mynd: Getty Images
Marquinhos, varnarmaður Paris Saint-Germain, er búinn að fara yfir málin með landa sínum Neymar eftir úrslit gærkvöldsins.

PSG tapaði 2-1 fyrir Real Madrid á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-1. Parísarliðið tapaði einvíginu því samanlagt 5-2.

Neymar, sem varð dýrasti fótboltamaður sögunnar síðasta sumar þegar PSG borgaði tæpar 200 milljónir punda fyrir hann, hefur verið orðaður við Real Madrid síðustu mánuði. Sögusagnirnar tóku á loft eftir tap PSG í gær og framtíð hans er óljós.

Marquinhos vonast til að hinn 26 ára gamli Neymar verði áfram í París þrátt fyrir vonbrigðin í Meistaradeildinni.

„Ég bið hann fyrst og fremst að vera hér áfram og leyfa hlutunum að róast," sagði Marquinhos eftir leikinn í gær.

Neymar gat ekki spilað í gær vegna meiðsla en hann birti tíst eftir leikinn þar sem hann kvaðst stoltur af liðsfélögum sínum.



Athugasemdir
banner
banner
banner