Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. mars 2018 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draxler „hissa og reiður" út í Unai Emery
Draxler í leiknum í gær.
Draxler í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Julian Draxler, leikmaður Paris Saint-Germain, var ekki sáttur með störf stjóra síns, Unai Emery í gærkvöldi.

PSG tapaði 2-1 fyrir Real Madrid í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og einvíginu samanlagt 5-2.

Draxler byrjaði á bekknum í gær en kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu 14 mínúturnar. Draxler hefði viljað koma inn á fyrr til að geta haft meiri áhrif á leikinn.

„Þetta særði mig. Ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég var hissa og reiður," sagði Draxler við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.

Draxler hélt svo áfram og skaut á leikaaðferðir Emery.

„Við jöfnuðum í 1-1 en það breytti engu fyrir okkur. Við þurftum að halda áfram að pressa en gerðum það ekki. Við spiluðum boltanum fram og til baka en þú getur ekki skorað með því að gera bara það. Við þurftum að pressa frá byrjun. Við gerðum það ekki svo við eigum skilið að falla úr leik."

„Síðasta sumar eyddum við 400 milljón evrum og allir sögðu að það myndi breyta gæfu okkar en aftur föllum við út í þessari umferð."

Líklegt er að Unai Emery verði ekki mikið lengur í starfi hjá PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner