Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. mars 2018 12:07
Elvar Geir Magnússon
Fékk rauða spjaldið fyrir að segja nafnið sitt
Hvað?
Hvað?
Mynd: Getty Images
Dómarinn Dean Hulme gerði skondin mistök þegar hann dæmdi leik í ensku utandeildinni. Hann gaf leikmanni Hemel Hempstead Town rauða spjaldið fyrir að segja nafnið sitt.

Leikmaðurinn heitir Sanchez Watt og var að fara að fá gula spjaldið þegar dómarinn spurði hann til nafns.

Watt svaraði ítrekað „Watt" en Hulme dómari hélt að hann væri að segja „What?" eða "Hvað?" og gaf honum á endanum annað spjald fyrir að sýna mótþróa og þar með rautt.

Dómarinn fékk þá útskýringu á málunum og dró rauða spjaldið til baka svo Watt fékk að klára leikinn.

„Þetta voru mannleg mistök og dómarinn var nægilega mikill maður til að viðurkenna þessi mistök. Eftir leikinn fannst öllum þetta bara fyndið, líka dómaranum," segir Dave Boggins, stjórnarformaður Hemel en hans menn unnu 2-0 sigur í leiknum.

„Dómarinn kom og baðst afsökunar eftir leik en sá fyndnu hliðina á þessu. Hann dæmdi leikinn vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner