Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir semur við þrjá leikmenn kvennaliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Penninn er á lofti í Grafarvoginum. Þær Stella Þóra Jóhannesdóttir, Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Margrét Ingþórsdóttir hafa allar samið við Fjölni út tímabilið 2019.

Stellu þarf vart að kynna fyrir Fjölnisfólki enda uppalin í Grafarvoginum. Hún er komin aftur á heimaslóðir, en hún kemur frá Fylki, þó hún hafi vitanlega leikið síðari hluta sumars í fyrra á láni með Fjölni. Hún er fædd 1998.

Stella á að baki 52 KSÍ leiki og 19 mörk.

Guðrún Elísabet, sem er fædd árið 2000, er sóknarsinnaður leikmaður og kemur frá nágrönnum Fjölnis í Aftureldingu. Frumraun hennar í meistaraflokki kom árið 2016.

Margrét Ingþórsdóttir, fædd árið 1989, er reynslumikill markvörður með 111 leiki á bakinu og kemur frá Keflavík.

Fjölnir mun spila í 1. deild í sumar eftir að hafa lent í öðru sæti 2. deildar síðasta sumar. Liðið hefur styrkt sig nokkuð vel í vetur og ætlar sér stóra hluti í sumar.

„Liðið hefur æft af krafti í vetur og eftirvæntingin að hefja Íslandsmótið eftir því. Virkilega skemmtilegt lið með bæði unga og efnilega leikmenn í bland við eldri og reynslumeiri sem verður spennandi að fylgjast með," segir í tilkynningu Fjölnis.



Athugasemdir
banner
banner