Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. mars 2018 21:15
Hrafnkell Már Gunnarsson
Fyrrum Arsenal ungstirni spilaði fyrir Barcelona
Marcus McGuane.
Marcus McGuane.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona 0 - 0 Espanyol (Barca vann 4-2 í vítakeppni)

Fyrrum Arsenal ungstirnið Marcus McGuane kom af bekknum þegar Barcelona spilaði við Espanyol í Ofurbikarnum í Katalóníu í kvöld.

Barcelona gaf ungum leikmönnum liðsins meiri spiltíma og voru stjörnurnar Messi og Suarez til dæmis ekki í leikmannahópnum. Ousmane Dembele var í byrjunarliðinu.

Marcus McGuane kom af bekknum þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 0-0. Marcus varð þar með fyrsti Englendingurinn til að spila með Barcelona síðan Gary Lineker gerði það árið 1989.

Marcus yfirgaf Arsenal í janúar eftir að hafa spilað tvo aðalliðsleiki með félaginu, en þeir komu báðir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Espanyol var gríðalega þétt fyrir og hélt Barcelona-mönnum vel frá marki sínu. Erfitt var fyrir Barcelona að koma boltanum í netið og þurfti að blása til vítuspyrnukeppni.

Þar höfðu Börsungar betur og hetja þeirra var hollenski markmaðurinn Jasper Cillessen sem varði lokaspyrnu leiksins frá Jose Manuel. Barcelona vinnur því Ofurbikarinn í Katalóníu en þessi keppni var nýlega sett á laggirnar.

Ofurbikar Katalóníu er leikur sem fram fer á tveggja ára fresti og var hann fyrst spilaður árið 2014. Tvö bestu lið Katalóníu frá tímabilinu áður mætast. Barcelona og Espanyol hafa bara tekið þátt í leiknum hingað til en Espaynol vann leikinn 2016. Í kvöld endurheimti Barcelona titilinn eftir að hafa unnið hann fyrst 2014.

Þetta var fyrsti bikar sem Ernesto Valverde þjálfari Barcelona vinnur með liðinu. Þetta verður líklega ekki sá eini sem hann vinnur með Barcelona á þessu tímabili, enda hefur Barcelona gríðarlegt forskot í spænsku úrvaldsdeildinni.



Athugasemdir
banner
banner