Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. mars 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Heynckes mælir með því að Tuchel taki við af sér
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Reynsluboltinn Jupp Heynckes.
Reynsluboltinn Jupp Heynckes.
Mynd: Getty Images
Jupp Heynckes, stjóri Bayern München, segir að Thomas Tuchel sé rétti maðurinn til að taka við af sér.

Heynckes sem er 72 ára tók við Bayern München af Carlo Ancelotti sem rekinn var fyrr á tímabilinu.

Bayern siglir hraðbyri að enn einum meistaratitlinum í Þýskalandi og er nánast öruggt með sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir stórsigur gegn Besiktas í fyrri leiknum.

Heynckes ætlar að láta af störfum í sumar.

„Ég kom til Bayern því liðið var í mjög erfiðri stöðu og gat ekki fundið stjóra á þessum tímapunkti. Ég sagðist vera tilbúinn að klára verkefnið út tímabilið. Það er samkomulag sem stendur," segir Heynckes.

Julian Nagelsmann, hinn ungi stjóri Hoffenheim, hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Bayern en æðstu menn félagsins eru ekki vissir um hvort hann sé tilbúinn í þetta stórt starf svona snemma á þjálfaraferlinum.

Uli Höness, forseti félagsins, hefur talað um að hann vilji hafa Heynckes í eitt tímabil til viðbótar en Heynckes er ákveðinn í að setjast aftur í helgan stein.

Tuchel, sem yfirgaf Dortmund í leiðindum síðasta sumar, er kjörinn kostur fyrir Bayern að mati Heynckes.

„Ég tel að Thomas Tuchel hafi gæði fyrir Bayern. Hann hefur verið að taka réttu skrefin. Dortmund spilaði virkilega góðan fótbolta undir hans stjórn, gott leikkerfi. Tuchel tók silfurverðlaun, bikarmeistaratitil og lið hans spilaði aðlaðandi fótbolta. Ég hafði gaman af því að horfa á Dortmund," segir Heynckes.

Tuchel yfirgaf Dortmund sem bikarmeistara eftir að hafa lent í útistöðum við forráðamenn félagsins. Hann hefur þann stimpil að erfitt sé að vinna með honum.

„Sem ungur þjálfari gerir þú mistök en þú þarft að læra af þeim. Þú sérð þau í öðru ljósi síðar. Eftir að Tuchel yfirgaf Dortmund hefur liðið ekki spilað eins skemmtilegan fótbolta."
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner