Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 07. mars 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Manchester
Jói Berg breytti fyrir tímabil - Kírópraktor og fyrirbyggjandi æfingar
Vildi fækka meiðslunum
Icelandair
Jóhann fagnar marki sínu gegn Manchester City á dögunum.
Jóhann fagnar marki sínu gegn Manchester City á dögunum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson hefur slegið í gegn með spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Jóhann hefur lagt upp sex mörk og skorað tvö en það er samtals þriðjungur af mörkum Burnley í vetur.

Jóhann kom til Burnley frá Charlton eftir EM í Frakklandi 2016 en meiðsli settu stórt strik í reikninginn á síðasta tímabili. Í vetur hefur Jóhann unnið að því að halda sér heilum.

„Ég hef aðeins breytt því sem ég hef gert. Ég hef leitað hjálpar hjá kírpóraktor og öðrum mönnum utan klúbbsins sem hjálpa mér einu sinni í viku," sagði Jóhann í viðtali við Fótbolta.net á æfingasvæði Burnley í vikunni.

„Ég held mér í góðu standi. Ég fer í ræktina fyrir æfingar og passa upp á að allar vöðvar séu í lagi. Á síðasta tímabili var ég alltof mikið meiddur en á þessu tímabili hef ég spilað fullt af mínútum og ekkert meiðst. Vonandi heldur það áfram."

„Ég fór tvisvar aftan í læri á síðasta tímabili og það er eitthvað sem þú átt að geta komið í veg fyrir. Ég var tæklaður einu sinni og þá fór hnéð. Það er minna sem þú getur gert í því. Þú getur hins vegar komið í veg fyrir vöðvameiðsli," sagði Jóhann en hann gerir mikið af fyrirbyggjandi æfingum sem leikmönnum þykir vera misskemmtilegar.

„Þær eru ekkert sérstaklega skemmtilegar en maður er atvinnumaður í fótbolta og ætti að geta skottast í ræktina til að gera nokkrar æfingar fyrir æfingu. Það er eitthvað sem maður þarf að gera," sagði Jóhann.

Líkist íslenska landsliðinu
Burnley hefur einungis skorað 24 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en þrátt fyrir það er liðið í 7. sæti deildarinnar enda einungis fengið 26 mörk á sig.

„Við skorum ekki mörg mörk en að sama skapi fáum við ekki mörg mörk á okkur. Við erum með flestu 1-0 sigrana í deildinni. Það skiptir ekki máli hversu mörg mörk, þú skorar. Meðan þú nærð í þrjú stig þá segir enginn neitt," sagði Jóhann.

Liðsheildin er sterk hjá Burnley og varnarleikurinn öflugur. Jóhann segir ýmis líkindi vera með Burnley og íslenska landsliðinu.

„Það er alltaf verið að spyrja mig hvort þetta sé mjög svipað og þetta er það. Það gengur vel hjá báðum liðum svo ég kvarta ekki," sagði Jóhann ánægður.

Hér að ofan má sjá nánara viðtal við Jóhann en þar talar hann meðal annars einnig um samningamál sín.

Sjá einnig:
Jói Berg: Biðin eftir sigri var orðin þreytandi
Athugasemdir
banner
banner
banner