Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. mars 2018 19:30
Hrafnkell Már Gunnarsson
Kluivert valinn í hóp Hollands
Kluivert í leik með Ajax.
Kluivert í leik með Ajax.
Mynd: Getty Images
Koeman er að fara að stýra Hollandi í fyrsta sinn.
Koeman er að fara að stýra Hollandi í fyrsta sinn.
Mynd: Getty Images
Undrabarnið Justin Kluivert hefur verið valinn í 23 manna hóp Hollands sem mætir Englandi og Portúgal í vináttuleikjum nú í mars. Justin hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á tímbilinu með Ajax. Vængmaðurinn ungi er kominn með sex mörk og fjórar stoðsendingar í hollensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára hefur Kluivert verið mikið í fjölmiðlum og segja nokkrir miðlar Manchester United vera að horfa til leikmannsins.

Kluivert mætti Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrra og talaði Mourinho eftirminnilega við leikmanninn að leik loknum.

Ronald Koeman þjálfari Hollenska landsliðsins hefur nú valið hóp sinn fyrir næstkomandi vináttuleiki. Það verður spennandi að sjá hvernig Kluivert fer með þetta tækifæri.

Hópurinn: Patrick van Aanholt (Crystal Palace), Nathan Ake (Bournemouth), Ryan Babel (Besiktas), Donny van de Beek (Ajax), Steven Berghuis (Feyenoord) Steven Bergwijn (PSV), Marco Bizot (AZ), Daley Blind (Manchester United), Jeffrey Bruma (Wolfsburg), Jasper Cillessen (Barcelona), Memphis Depay (Olympique Lyon), Bas Dost (Sporting CP), Virgil van Dijk (Liverpool), Timothy Fosu-Mensah (Crystal Palace) Hans Hateboer (Atalanta Bergamo), Daryl Janmaat (Watford), Luuk de Jong (PSV), Justin Kluivert (Ajax), Matthijs de Ligt (Ajax), Sergio Padt (Groningen), Quincy Promes (Spartak Moskow), Davy Pröpper (Brighton & Hove Albion), Karim Rekik (Hertha BSC), Marten de Roon (Atalanta Bergamo), Kevin Strootman (Roma), Kenny Tete (Lyon), Guus Til (AZ), Tonny Vilhena (Feyenoord), Ruud Vormer (Club Brugge) Stefan de Vrij (Lazio), Wout Weghorst (AZ), Georginio Wijnaldum (Liverpool), Jeroen Zoet (PSV)
Athugasemdir
banner
banner