mið 07. mars 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Spennan er á Wembley
Tottenham kom til baka á Ítalíu eftir að hafa lent 2-0 undir.
Tottenham kom til baka á Ítalíu eftir að hafa lent 2-0 undir.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Sæti í 8-liða úrslitunum er í húfi.

Það þarf ekki að spyrja hvort liðið sé að fara áfram í einvígi Manchester City og Basel eftir öruggan 4-0 sigur í fyrri leiknum út í Sviss og eftirleikurinn ætti að vera auðveldur.

Gera má ráð fyrir því að Pep Guardiola hvíli sína lykilmenn í kvöld enda engin ástæða fyrir því að taka áhættu með þá.

Í hinum leik kvöldsins mætast Tottenham og Juventus á Wembley. Þar er aðeins meiri spenna.

Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Juventus hafði komist í 2-0 forystu. Tottenham kom til baka og jafnaði metin.

Tottenham er í betri stöðu fyrir kvöldið en Ítalíumeistarar Juventus eru til alls megnugir. Þeir komust alla leið í úrslitaleikinn í fyrra.

Leikir kvöldsins:
19:45 Tottenham - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Man City - Basel (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner