Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Arnór með laglegt mark á snævi þöktum velli
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Kristján Bernburg
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson hefur verið að standa sig vel hjá Norrköping. Hefur Arnór, sem er 18 ára gamall, verið viðloðandi aðalliðshópinn hjá sænska félaginu.

Arnór spilaði með U21 liði félagsins á mánudaginn er liðið spilaði æfingaleik við Linköping. U21 liðið er líka skipað eldri leikmönnum sem spiluðu ekki síðasta leik aðalliðsins.

Norrköping lenti undir í leiknum en jöfnuðu metin með marki Khaled Qasem eftir stoðsendingu frá Blikanum Alfons Sampsted, sem spilaði leikinn líkt og Arnór.

Arnór kom síðan Norrköping yfir með marki sem má sjá hér að neðan. Mikill snjór var á vellinum.

Norrköping vann leikinn 4-1.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson eru einnig á mála hjá Norrköping sem er mikið Íslendingalið.




Athugasemdir
banner