Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. mars 2018 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Áttum svo miklu meira skilið
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var vitanlega hundfúll eftir 2-1 tap liðsins gegn Juventus í kvöld. Tottenham er úr leik í Meistaradeildinni eftir tapið.

„Á innan við þremur mínútum fengum við á okkur tvö mörk. Við gerðum tvö stór mistök og þess vegna erum við úr leik," sagði Pochettino eftir leikinn.

„Við áttum skilið miklu meira úr báðum leikjunum. Ég er stoltur en auðvitað er ég líka vonsvikinn."

„Við sköpuðum mörg færi og það er ljóst að við áttum meira skilið. En í fótbolta snýst þetta ekki um að eiga eitthvað skilið, þú verður að skora mörk og sleppa því að fá á þig mörk."

„Þeir (Juventus) ógnuðu marki okkar bara tvisvar eða þrisvar, en þeir hafa mikil gæði svo þeir refsa fyrir öll mistök."

„Við vorum að spila við annað risalið. Þetta var erfitt en líka jákvætt fyrir framtíðina. Þú þarft svona leik og svona reynslu til að geta vaxið sem leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner