Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stúlkurnar í U19 bættu fyrir tap með jafntefli
Mynd: KSÍ
Dröfn skoraði mark Íslands.
Dröfn skoraði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri lék sinn síðasta leik á La Manga æfingamótinu í gær, er liðið mætti Svíþjóð.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en það var Dröfn Einarsdóttir sem skoraði mark Íslands í síðari hálfleik.

Ísland tapaði 2-1 fyrir Ítalíu í fyrsta leik sínum á mótinu og átti svo að mæta Skotlandi í öðrum leiknum. Það gekk ekki eftir vegna þess að Skotar voru veðurtepptir að því er segir á mbl.is. Ísland spilaði því tvisvar við Svía. Fyrri leikurinn endaði með 2-0 tapi en úrslitin voru betri í gær eins og áður segir, 1-1.

Byrjunarlið Íslands:
Telma Ívarsdóttir (M)
Hulda Björg Hannesdóttir
Katla María Þórðardóttir
Kristín Dís Árnadóttir
Sóley María Steinarsdóttir
Eygló Þorsteinsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Guðrún Gyða Haralz
Ásdís Karen Halldórsdóttir
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
Athugasemdir
banner
banner
banner