Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. mars 2018 11:31
Elvar Geir Magnússon
Werner hrifnari af Man Utd en Liverpool
Werner í landsleik með Þýskalandi.
Werner í landsleik með Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Timo Werner, einn öflugasti sóknarmaður þýsku deildarinnar, vonast til að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Í nýju viðtali talar hann sérstaklega um tvö félög, Liverpool og Manchester United.

Werner er 22 ára og hefur skorað reglulega fyrir RB Leipzig síðan hann kom frá Stuttgart 2016. Hann skoraði 21 mark í 31 deildarleik á síðasta tímabili og hefur fylgt því eftir með 10 mörkum í 23 leikjum á þessu tímabili.

„Það er draumur minn að spila í ensku úrvalsdeildinni. Það eru tvö til þrjú félög sem ég væri til í að spila fyrir og Manchester United er eitt af þeim. Ég sé það ekki gerast á allra næstu árum en síðar, þegar enskan mín er orðin aðeins betri!" segir Werner.

„Manchester United og Liverpool eru lið sem ég hef horft mikið á. Þetta eru tvö lið sem ég hef heillast af því þau eru með svo rosalega sögu. Þegar Alex Ferguson var þjálfari vann United allt og var ótrúlegt lið. Hjá Liverpool er þessi sögufrægi völlur og andrúmsloft. En ef ég þyrfti að ákveða þá hallast ég meira að Manchester United en Liverpool."

Warner tekur það þó fram að hann sé mjög ánægður í herbúðum Leipzig. Hann er samningsbundinn félaginu til sumarsins 2020 en eftir að hafa endað í öðru sæti síðasta tímabils er liðið nú í sjötta sæti, 24 stigum á eftir toppliði Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner